Tinna Sigurðardóttir
Patterns available as Ravelry Downloads
Knitting: Bonnet
Hugarró hjálmhúfa er fyrir minnstu krílin. Hjálmhúfur eru alltaf klassískar enda sniðið gott og nær vel yfir eyru og fram á enni.
Knitting: Blanket - Other
Knúsi er notalegt kúrudýr fyrir litla fólkið okkar. Það er gott fyrir smáa lófa að finna öryggi með því að halda í litlu hnútana. Hægt er að velja hvort dýrið verði kanína eða bangsi.
Knitting: Balaclava
Chunky Ylja lambhúshetta er þykk og leggst einstaklega vel að höfði barnsins. Stuttar umferðir eru gerðar eftir brugðningu svo hún nær vel fram á ennið og einnig aftan við hnakka. Berustykkið nær vel niður á bringu og bak en auðvelt er að stýra lengdinni eftir hentisemi.
Knitting: Neck / Torso - Other
Ylja kragi fullorðins er fyrir öll kyn og kemur í kjölfar barnakragans, þá geta allir fjölskyldumeðlimir verið í stíl. Hann er einstaklega notalegur, nær vel upp hálsinn, niður á bringu og bak og veitir yl í kroppinn.
Knitting: Neck / Torso - Other
Ylja kragi er hlýr og notalegur í hálsinn. Hann nær vel niður á bringu og bak og er því tilvalinn á köldum vetrardögum.
Knitting: Accessories - Other
Hugga dudduband er tilvalið í afgangaprjón. Það fer afskaplega lítið garn í það en er samt sem áður mjög gagnlegt fyrir lítil börn til að duddan týnist ekki. Duddubandið er prjónað fram og til baka langsum og er saumað saman að aftan. Sauma þarf klemmu á annan endann og á hinn endann er gerð lykkja sem hægt er að festa beint í dudduna eða settu...
Knitting: Pullover
Hlýja hettupeysa er prjónuð ofan frá og niður, byrjað er á andlitsopinu. Sérlega þægileg
Knitting: Bonnet
Ylur kjusa er ætluð fyrir yngstu börnin. Stuttar umferðir við enni og hnakka gera það að verkum að húfan leggst einstaklega vel að höfði barnsins. Falleg smáatriði gera húfuna sérstaka í einfaldleika sínum.
Knitting: Balaclava
Ylja balaclava is designed to be well fitted around the child’s head. German short rows is used at the forehead and back of head to shape the garment. The yoke reaches well down the chest and back, but can easily be adjusted to your preference.
Knitting: Mittens
Sölvi vettlingar eru háir og haldast vel á höndum barnsins. Þeir henta vel bæði undir og yfir útiföt. Hátt stroffið gerir það að verkum að þeir liggja þétt að handleggnum en gefa samt eftir ef þeir eru settir utan yfir föt. Minnstu stærðirnar eru þumallausar og eru vettlingarnir alveg frábærir í vagninn.