Hér lítur dagsins ljós önnur bók Tinnu Þórudóttur Þorvaldar, en sú fyrri, Þóra Heklbók, hlaut frábærar viðtökur og er sívinsæl.
Í Maríu heklbók hefur Tinna sett markið hærra og hannað allar uppskriftirnar sjálf. Þar að auki hefur hún bætt við ítarlegum tæknikafla með gagnlegum aðferðum sem nýtist öllum þeim sem leggja stund á hekl.
Tinna byggir hönnun sína jafnt á handbragði formæðra sinna og eigin sköpunargleði. Útkoman er glæsileg og fjölbreytt heklbók sem er langþráð viðbót við íslenska hannyrðamenningu.
Í bókinni má finna 25 glænýjar og spennandi uppskriftir, fyrir reynda sem óreynda, en systurnar Ingibjörg og Lilja Birgisdætur tóku ljósmyndir og sáu um útlit bókarinnar.